top of page

Iceland Noir!

Iceland Noir var haldin 15.-18. nóvember. Hátíðin, sem fagnar nóvembermyrkrinu í öllum sínum ólíku myndum, var fullkominn vettvangur fyrir þríleik sem kallast Skuggabrúin.

Tók þátt í Storytel pallborði á miðvikudeginum ásamt Önnu Bågstam og Óskari Guðmundssyni sem Ingileif Friðriksdóttir stýrði af öryggi. Skemmtum okkur vel og áheyrendur voru hrein dásemd.

Varð þess heiðurs aðnjótandi á föstudeginum að hitta sjálfan Neil Gaiman í móttöku í Breska sendiráðinu. Endalausar þakkir til hans fyrir spjallið. Gaman að hafa fengið tækifæri til að gefa honum fyrstu prentun af minni fyrstu skáldsögu, Skuggabrúinni, ásamt glæpasagnasafni frá 1952 sem innihélt sögu eftir Harry Stephen Keeler, sem Neil hefur dálæti á. Bókin kom úr safni vinar míns og læriföður Eysteins S. Björnssonar.

Ljósmynd: Breska sendiráðið


Kynning af vef hátíðarinnar:
"Ingi Markússon is a former bookstore employee with a background in electronic noise music, study of religion and semiotics. His first novel, Skuggabrúin (The Shadow Bridge), the first part of a dying-earth trilogy of the same title, was published last year. It was well received by critics and readers alike, especially those of science fiction and fantasy, genres that have only recently gained foothold in Iceland’s literary landscape. Skuggabrúin was nominated for the Icelandic Storytel Awards; before, the manuscript was awarded the Grassroots Grant of the Icelandic Literature Center. The second volume, Svikabirta (False Light), is in the works."

Nánari upplýsingar um Iceland Noir og höfundana, sem voru ekki af verri endanum.

Comments


bottom of page